„Breytingar á stjórnarráðinu eru í farvatninu“

Álfheiður Ingadóttir, Kristján Möller og Steingrímur J. Sigfússon ræddu saman …
Álfheiður Ingadóttir, Kristján Möller og Steingrímur J. Sigfússon ræddu saman á svölum Ráðherrabústaðarins við upphaf fundarins. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er augljóst mál að þessar breytingar eru í farvatninu. Við erum að skoða þetta af mikilli alvöru og jafnvel að ráðast í þetta sem stærri aðgerð og fyrr en upphaflega stóð til þegar reiknað var með að þetta dreifðist út allt kjörtímabilið. Það er eftir heilmiklu að slægjast í þessu á margan hátt.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann var spurður hvort tillögur um breytingar á stjórnarráðinu yrðu afgreiddar á næstunni.

Ríkisstjórnin ræddi breytingar á stjórnkerfinu og vinnu við fjárlagafrumvarp næsta árs á rúmlega fjögurra klukkutíma fundi í Ráðherrabústaðnum. Málið var ekki afgreitt en skiptar skoðanir eru um breytingar á atvinnuvegaráðuneytunum innan VG.

Steingrímur sagði að ekki yrði gefinn neinn afsláttur af markmiði um hallalaus fjárlög á árinu 2013. Til þess að það næði fram að ganga þyrftu að koma til aðgerðir upp á tugi milljarða á næsta ári, fyrst og fremst á útgjaldahlið frumvarpsins.  Sjá ítarlegar fréttir um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert