Er meirihluti fyrir breytingum?

Ásmundur Einar Daðason og Jón Bjarnason eru á móti sameiningu …
Ásmundur Einar Daðason og Jón Bjarnason eru á móti sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki liggur fyrir hvort meirihluti er á Alþingi fyrir breytingum á stjórnarráðinu. Efasemdir eru um málið meðal þingmanna VG á landsbyggðinni, en þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu styðja flestir tillögurnar.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að klára þetta mál á þessu ári þannig að ný ráðuneyti taki til starfa í haust eða í síðasta lagi um áramót. Þingflokkur Samfylkingarinnar styður hana í þessu máli.

Málið var rætt á löngum fundi ríkisstjórnarinnar í fyrrakvöld. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsti á fundinum skýrri andstöðu við fyrirliggjandi tillögur um sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis og iðnaðarráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG er einnig eindregið á móti þessum tillögum. Það er því ekki víst að meirihluti sé á Alþingi fyrir þeim.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka