Rúmlega 800 störf í boði

856 störf eru í boði.
856 störf eru í boði.

Sérstakt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar hefst formlega í dag klukkan 16 þegar opnað verður fyrir umsóknir um 856  tímabundin störf hjá hinu opinbera. Umsóknarfrestur er ein vika.

Einungis verður opið fyrir umsóknir í eina viku en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 19. maí.

Umsækjendur sækja um störfin með því að stofna notendaaðgang á vef Vinnumálastofnunar. Þar er ennfremur hægt að skoða nákvæma lýsingu á hverju starfi fyrir sig.

Um er að ræða tímabundin störf sem standa námsmönnum jafnt sem atvinnuleitendum til boða og nemur ráðningartímabil þeirra allt frá 6 vikum upp í 6 mánuði. Störfin eru fjölbreytt og spanna allt frá vefsíðugerð til rannsókna á áhrifum eldfjallaösku á þotuhreyfla.

Stefnt er að því að ljúka ráðningum í flest störfin fyrir lok maímánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert