407 komnir með leyfi til strandveiða

Margir ætla að strunda strandveiðar í sumar.
Margir ætla að strunda strandveiðar í sumar. Rax / Ragnar Axelsson

Fiskistofa hefur gefið út 407 leyfi til strandveiða og enn er töluvert af umsóknum í vinnslu.  Mikið álag hefur verið á þremur varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem eru á vaktinni og fylgjast með umferðinni, svara fyrirspurnum og taka á móti tilkynningum um ferðir flotans.

Strandveiðar hófust sl. mánudag og er áhugi á þeim mikill. Á miðvikudaginn voru um 700 skip á sjó sem er tvöfalt fleiri en venjulega. Í dag eru um 250 skip á sj, en ekki er heimilt að róa föstudaga, laugardaga og sunnudaga

Það er mat starfsfólks Fiskistofu að þó svo að mikið hafi verið að gera og viðskiptavinum stofnunarinnar snarfjölgað á rúmri viku þá hafi framkvæmd leyfisveitinganna og fyrstu dagar veiða almennt gengið vel.

Mest hefur verið sótt í leyfi á svæði A en þar hafa verið gefin út 172 leyfi, næst kemur svæði D þar sem gefin hafa verið út 122 leyfi.

Á þessari fyrstu viku héldu 321 bátur til veiða og alls voru 726 landanir. Endanlegri vigtun hefur ekki verið lokið í öllum tilvikum en um 430 tonn af afla strandveiðibáta hafa verið fullvigtuð. Eins og við var búast miðað við skiptingu leyfa fóru veiðar skarpast af stað á svæði A en þar var í vikunni 401 löndun og fullvigtuð hafa verið 267 tonn af 499 tonna heimild á svæðinu í maí mánuði. Veiðar á svæði A eru því rúmlega hálfnaðar. Afli strandveiðibáta er að mestu þorskur en tæpum 25 tonnum af ufsa hefur jafnframt verið landað auk minna magns í öðrum tegundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert