Öskugráir sjómenn

Það hefur orðið að spúla dekkið eftir öskufallið.
Það hefur orðið að spúla dekkið eftir öskufallið. mynd/Þórir Sigfússon

Sjómenn hafa orðið fyrir barðinu á öskufalli líkt og íbúar á Suðurlandi. Jóhanna Gísladóttir ÍS-7 var á línuveiðum um það bil 20 til 30 sjómílur austan við Vestmannaeyjar þegar aska féll á skipið í vikunni.

Þórir Sigfússon, annar stýrimaður um borð í bátnum, sendi þessar myndir og bendir á að það séu ekki aðeins íbúar í landi sem hafi þurft að berjast við öskuna frá Eyjafjallajökli.

Öskuskýið séð frá línuveiðibátnum.
Öskuskýið séð frá línuveiðibátnum. mynd/Þórir Sigfússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert