Afskrifa milljarða króna

Lagning Danice-sæstrengsins tafðist vegna veðurs.
Lagning Danice-sæstrengsins tafðist vegna veðurs.

„Við höfum afskrifað hlutaféð í félaginu – allt saman – sem varúðarfærslu vegna þess að við viljum gæta þess að ofmeta ekki eignir í reikningum okkar. Félagið er auðvitað í fjárhagslegri endurskipulagningu. Það hafa orðið veruleg áföll í tekjumótuninni eins og þekkt er orðið.“

Þannir mælir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar og stjórnarformaður E-Farice, um afskriftir fyrirtækisins á hlutafé í E-Farice vegna Danice-sæstrengsins en félagið á einnig strenginn Farice.

Orkufyrirtækin hafa afskrifað hlutafé sitt í E-Farice að hluta eða öllu leyti og Skipti að fullu í varúðarfærslu. Hjá Vodafone fengust hins þær upplýsingar að ekki væri hægt að greina frá stöðu hlutarins fyrir aðalfund. Þá orðaði starfsmaður fjármálaráðuneytisins það svo að úr því að orkufyrirtækin hefðu afskrifað sinn hluta myndi ríkissjóður að líkindum gera það líka. Samanlagt nema afskriftirnar milljörðum króna.

Inntur eftir því hvort E-Farice standi í raun frammi fyrir gjaldþroti segir Stefán svo ekki vera.

Sjá ítarlega frétt um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka