Borgin vill skýringar á yfirlýsingu ráðherra

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Borgarráð Reykjavíkur bókaði einróma á fundi sínum í morgun áhyggjur vegna yfirlýsinga félagsmálaráðherra um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu.

Var borgarstjóra falið að koma bókun og spurningum frá borgarráði á framfæri við ríkisstjórnina, enda geti fækkun starfa, sem ráðherrar í ríkisstjórn hafi boðað, haft veruleg áhrif á atvinnuástand í Reykjavík. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir í tilkynningu að Reykjavíkurborg hafi fullan skilning á að við þær efnahagsaðstæður sem séu ríkjandi í íslensku samfélagi þurfi að hagræða í opinberum rekstri og draga úr útgjöldum. Borgarráð vilji hins vegar benda á að það sé ekki sama hvernig það sé gert og hvar sé borið niður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert