Björk gagnrýnir kaup Magma á HS Orku

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Björk Guðmundsdóttir gagnrýnir kaup kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á HS Orku harðlega í stuttri yfirlýsingu, sem birtist á vef blaðsins Reykjavik Grapevine í dag.

Björk segist ekki lengur geta setið þegjandi yfir því að verið sé að selja náttúru Íslands.

„Ég hvet ríkisstjórn Íslands til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að ógilda samningana við Magma Energy sem veita kanadíska fyrirtækinu algert eignarhald á HS Orku. Þetta eru hræðilegir samningar og þeir skapa hættulegt fordæmi fyrir framtíðina.Þeir gagna beint gegn nauðsynlegum og ítrekuðum tilraunum til að móta nýja orku- og auðlindastjórnun í þessu landi," skrifar Björk.

Yfirlýsing Bjarkar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert