Íbúar í Árborg spari vatnið

Selfoss.
Selfoss. www.mats.is

Vatnsveita Árborgar biður íbúa að fara sparlega með kalda vatnið, þar sem veðurfar hefur verið óvenju þurrt upp á síðkastið en lítill þrýstingur er á vatninu.

Fram kemur í tilkynningu frá vatnsveitunni, að mælingar síðustu daga og vikur hafi leitt í ljós að næturrennsli sé nokkuð meira en í meðallagi, eða um 60 lítrar á sekúndu, en sé að jafnaði um 50 lítrar á sekúndu. Sökum þessa eru íbúar beðnir að gæta að því hvort opið sé fyrir vatnsrennsli að óþörfu, s.s. í beitarhólfum.

Þá er bent á að þrátt fyrir hlýtt og þurrt veður undanfarna daga sé óþarfi að vökva grasflatir og trjágróður. Talsverður raki myndist að næturlagi og nægi það sem vökvun fyrir grasflatir og garða.

Vatnsveitan segir, að vegna þess hve þrýstingur á kalda vatninu sé lítill hafi verið dregið úr þrýstingi á hitaveitu, til þess að hitastýrð blöndunartæki ráði betur við að stilla hitann á vatninu. Eftir sem áður sé nauðsynlegt að sýna varkárni í umgengni við heita vatnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert