Umpólun í Sjálfstæðisflokknum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is Ómar Óskarsson

„Það er fagnaðarefni að formaður Sjálfstæðisflokksins sé kominn inn á þetta spor, að leggja eitthvað uppbyggilegt til mála um að herða reglur í fjármálakerfinu.

Í mínum huga er þeirri vinnu hvergi nærri lokið, þótt hann mætti láta þess getið að þetta frumvarp er held ég tvímælalaust á allan hátt til bóta,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í gær frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki sem ófullnægjandi og sagði of skammt gengið í reglum um eignarhald og starfsemi banka. Steingrímur tekur undir að aðskilja þurfi betur fjárfestingarbanka- og innlánastarfsemi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert