Ívið meiri kjörsókn í Garðabæ

Íbúar í Garðabæ koma á kjörstað.
Íbúar í Garðabæ koma á kjörstað. mbl.is/Ómar

Kjörsókn í Garðabæ klukkan 15 er svipuð og ívið meiri en á sama tíma þegar kosið var til sveitarstjórna fyrir fjórum árum. Síðasti klukkutími var stærstur í kjörsókn það sem af er degi, en alls höfðu 2.335 greitt atkvæði sem gerir 29,7% af kjörskrá. Árið 2006 höfðu 29,6% greitt atkvæði á sama tíma.

Í Hafnarfirði höfðu um miðjan dag 4.552 manns greitt atkvæði og mælist kjörsókn því 25,5%. Um er að ræða 2.316 konur og 2.236 karla.

Í Kópavogi höfðu 7.264 greitt atkvæði eða 34% af kjörskrá. Kosið hafa 3.532 karlar og 3.732 konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert