Fleiri innbrot

Alda innbrota í sumarbústaði gengur nú yfir og nóg að …
Alda innbrota í sumarbústaði gengur nú yfir og nóg að gera hjá lögreglunni Þorkell Þorkelsson

Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú innbrot í 13 sumarbústaði í Skorradal. Innbrotin áttu sér stað síðastliðið mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags. Ekki var miklu stolið en nokkur skemmdarverk unnin.

Bústaðirnir voru mannlausir utan einn þar sem eldri kona dvaldi en er skemmdarvargarnir urðu hennar varir stukku þeir á flótta og eru enn ófundnir, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi sem nú vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi.

Þá sitja í gæsluvarðhaldi fjórir unglingspiltar sem grunaðir eru um innbrot í sumarbústaði í Grímsnesi og á Þingvöllum. Það var lögreglan á Selfossi sem handtók þá en þrír piltanna höfðu jafnframt verið handteknir af lögreglunni í Borgarnesi í byrjun maí vegna gruns um 20 innbrot í sumarbústaði í Borgarfirði. Aðeins tókst að sanna aðild að tveimur þeirra innbrota. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert