Garðakerfi við Svaðbælisá

Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum.
Eðjan fyllti farveg Svaðbælisár og flaut yfir varnargarðana á köflum. mbl.is/Ólafur Eggertsson

Miklar skemmdir urðu á varnargörðum, túnum og öðru gróðurlendi í  jökulflóðinu, sem kom í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum í upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli.

Landgræðslan hefur hannað garðakerfi við ána og leitaði verðtilboða um framkvæmdir, en ríkistjórnin hefur samþykkt að tryggja  fjárveitingu til Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar  til að grípa til viðunandi varnaraðgerða. Kostnaðaráætlun er um 47 milljónir en verksamningur hefur verið gerður við Suðurverk um framkvæmdir fyrir um 20 milljónir. 

Fram kemur á vef Landgræðslunnar, að gríðarlegur framburður hafi verið í hlaupinu sem hækkaði farveg árinnar. Hefur farvegurinn nú verið dýpkaður lítillega sums staðar og garðar sums staðar hækkaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert