Ræddi ekki beint við Jóhönnu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mbl.is/Golli

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ekki ljóst af tölvupóstum sem Mbl.is birti í gær að hann hafi verið í samræðum við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um launakjör sín í aðdraganda skipunar hans í stöðu seðlabankastjóra. Þvert  á móti hafi þau ekki rætt launin.

„Í eina póstinum sem ég sendi til hennar þá segi ég í upphafi að ég þakki fyrir samtalið en það sé eitt mál sem mér hafi láðst að nefna,“ segir hann og vísar þar til launamálanna. „Og svo nefni ég það mál og hún svaraði póstinum aldrei.“

Már segist búinn að tjá sig um málið. „Ég gaf yfirlýsingu fyrir þingnefndinni [efnahags- og skattanefnd] og þá staðfesti ég það að ég ræddi þessi mál ekki beint við hana [Jóhönnu]. Það liggur fyrir.“

Hugsanlega muni hann gefa út yfirlýsingu um málið á morgun, telji hann þörf á því að skýra það frekar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert