Þingfundir hefjast að nýju

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á …
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í fyrramálið. mbl.is/Árni Sæberg

Þingfundir hefjast að nýju á morgun eftir nefndarfundi í síðustu viku. Kemur Alþingi saman til fundar kl. 10.30 sem hefst á óundirbúnum fyrirspurnum til fimm ráðherra, m.a. Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er talið fullvíst að tölvupóstsamskipti Jóhönnu og seðlabankastjóra komi þar til umræðu.

Aðrir ráðherra sem verða fyrir svörum eru Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Einnig verða fundir á morgun í viðskiptanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og iðnaðarnefnd. Þá kemur fram á vef Alþingis að erlendir blaðamenn eru væntanlegir í heimsókn.

Þingfundir halda svo áfram á þriðjudag en fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu áður en það fer í sumarleyfi. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert