Lögregla gæti stýrt viðbúnaði með gögnum úr Tetra-kerfinu

Lögreglubíll í miðborginni.
Lögreglubíll í miðborginni.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu skoðar nú möguleikann á því að nota Tetra-kerfið til að skrá niður og safna nákvæmum upplýsingum um útköll á höfuðborgarsvæðinu, s.s. um tímasetningu þeirra, eðli, hversu langan tíma tekur að bregðast við o.s.frv.

Þessar upplýsingar væri síðan hægt að nota til að skipuleggja löggæsluna betur. Sé t.d. mikið um útköll í tilteknu hverfi á föstudags- og laugardagskvöldum væri hægt að staðsetja lögreglubíla með tilliti til þess.

Hjálmar Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn bendir á að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins noti þegar þennan möguleika Tetra-kerfisins og það hafi borið góðan árangur. Af reynslu viti lögreglan hvar helst sé von á útköllum en með því að nota Tetra-kerfið með þessum hætti fáist hárnákvæmar upplýsingar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert