„Samið af kónginum fyrir kónginn"

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg

„Meginvandamálið er hvernig valið er á stjórnlagaþing. Það er ekki einfalt mál, en í þessu frumvarpi er ekki gert ráð fyrir neinni þátttöku almennings," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar í umræðum um frumvarp til stjórnlagaþings á Alþingi í kvöld. Þór sagði að Hreyfingin gæti ekki annað en hafnað frumvarpinu.

Þór sagði að grundvallaratriði væri hverjir eigi að skrifa nýja stjórnarskrá og hvernig þeir eru valdir til verksins. Hann gagnrýndi  algjörlega vanti að taka fram með formlegum hætti í frumvarpinu hvernig almenningur fái að taka þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár. Aðeins sé lítillega talað um það að stjórnlagaþingið eða nefnd þess skuli  haldi fund í öllum kjördæmum til að kalla eftir sjónarhorni almennings.  „Það er ekkert í frumvarpinu sem skilgreinir hvernig fundirnir eigi að vera þannig að þátttaka almennings er engin í þessu nema að nafninu til," sagði Þór.

„Þjóðin fær ekki að segja álit sitt á nýrri stjórnarskrá. Í 26. grein segir að frumvarp til stjórnskipunarlaga skuli sent Alþingi til meðferðar. Að sjálfsögðu skal þjóðin fyrst fá að greiða atkvæði um frumvarp að stjórnarskrá áður en það fer til Alþingis til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr. Það er að segja ef raunverulegur áhugi er fyrir því að hér sé búin til stjórnarskrá fyrir almenning af almenningi en ekki af kónginum fyrir kónginn."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka