Íslendingar eru friðsamir

Ísland er friðsöm þjóð.
Ísland er friðsöm þjóð. mbl.is/Ómar

Samkvæmt alþjóðlegu friðarvísitölunni (e.Global Peace Index), sem er mælikvarði á frið í heiminum, er Ísland annað friðsamasta land heims. Nýsjálendingar tróna á toppnum og Japan situr í þriðja sæti.

Írak situr í neðsta sæti og Sómalía í því næstneðsta.

Samkvæmt vísitölunni ríkti almennt minni friður í heiminum í fyrra þrátt fyrir að vopnuðum átökum hafi fækkað.

Morðum og ofbeldisglæpum hefur hins vegar farið fjölgandi um heim allan, sérstaklega í Rómönsku-Ameríku. Þar hefur ekki mælst minni friður í eitt ár.

Undanfarin fjögur ár hefur friðarvísitalan hefur verið birt árlega á vegum alþjóðlegu hugveitunnar Institute for Economics and Peace.

Vísitalan er reiknuð út með því að skoða 23 þætti, s.s. ofbeldisglæpi, pólitískan stöðugleika og útgjöld til hermála, sem eru svo settir í samhengi við félagslega þætti s.s. spillingu, frelsi fjölmiðla, hvort mannréttindi séu virt og skólaþátttöku.

Niðurstaðan sýnir að Afríka sé sú álfa þar sem mest framför hefur orðið í friðarmálum undanfarin fjögur ár. Þar geisa nú færri átök, minna fé sé varið til hermála auk þess sem ríki Afríku hafi eflt innbyrðis tengsl. 

Þrátt fyrir þetta er enn mestur ófriður í heiminum á svæðinu fyrir sunnan Sahara. Níu Afríkuríki eru á meðal þeirra 20 ófriðarsömustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert