„Nánast hreinn þjófnaður“

Eldri borgarar liðka sig í sundleikfimi.
Eldri borgarar liðka sig í sundleikfimi. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Stjórn Landssambands eldri borgara (LEB) hefur sent frá sér ályktun þar sem skerðingu stjórnvalda á kjörum eldri borgara er mótmælt harðlega.

Segir í ályktuninni að LEB fordæmi þau vinnubrögð stjórnvalda að ráðast fyrst á kjör aldraðra þegar gripið er til efnahagsráðstafana. Er þar einkum átt við þá ákvörðun að taka úr sambandi grunnlífeyri eldri borgara frá og með 1. júlí 2009 sem hafi haft í för með sér umtalsverða kjaraskerðingu.

„Við lítum svo á að það sé nánast hreinn þjófnaður af hendi ríkisstjórnarinnar að gera slíka hluti með einu pennastriki vegna þess að grunnlífeyririnn var hluti af eftirlaunum eldri borgara, þegar hann var stofnaður, sem þeir áttu að fá þegar þeir hættu að vinna, alveg án tillits til annarra tekna,“ sagði Helgi K. Hjálmsson, formaður LEB, í samtali við Morgunblaðið í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert