Ökuníðingur bræddi úr bílnum

mbl.is/Július

Karlmaður situr nú í fangageymslu lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir ofsaakstur og vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögregla hóf eftirförina í Hafnarfirði eftir að maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Var manninum veitt eftirför á tveimur mótorhjólum. Óku hjólin hraðast á rétt innan við 200 kílómetra hraða en samt dró í sundur með þeim og ökufantinum. Bifreiðin þoldi þó ekki ofsaaksturinn og bræddi vél hennar úr sér þegar komið var að Vogum.

Ekki liggur fyrir hvers vegna manninum lá svona mikið á en að sögn lögreglu hefur hann verið er hann lítt viðræðuhæfur eftir að hann var tekinn höndum. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er maðurinn henni ekki ókunnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert