Stjórnsýslan og Alþingi ónýt

Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir mbl.is/Heiðar

Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði í eldhúsdagsumræðum ekki vita til þess að nokkrum manni þyki íslenskt samfélag réttlátt eða yfir höfuð í lagi. Sagði hún að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingi hefði leitt í ljós að stjórnsýslan væri ónýt og Alþingi líka og spillingin grasseraði. Kvaðst hún margoft hafa orðið vitni að því á þinginu að fólk tæki flokkshagsmuni og sína eigin hagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Kvað hún rétt að þetta fólk viki af þingi.

Sagði Margrét að með nýjum valdhöfum í kjölfar hruns hefði ekkert breyst. Ekki væri vilji til að koma á lýðræðisumbótum, þetta sýndu ófullnægjandi frumvörp til laga um persónukjör og þjóðaratkvæði. Kvað hún að ekki liti út fyrir að þjóðin fengi að greiða atkvæði um mál nema það hentaði valdhhöfum.

Kallaði Margrét eftir „almennum aðgerðum,“ nóg væri komið af nefndum. Nefndirnar bæru keim af þeim stjórnarháttum sem viðgengust fyrir hrun og að fólk krefðist ekki fleiri nefndir heldur aðgerðir.

Margrét sagði ríkisstjórnina hvorki hafa vilja né getu til að taka á málum og að úrræðin sem hún hefði skapað hjálpuðu ekki þeim verst settu. Vill hún að lán verði „leiðrétt“ vegna forsendubrests sem varð að hennar mati við hrunið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert