Ólafur og Dorrit í brúðkaup krónprinsessu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt Dorrit Moussaieff.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt Dorrit Moussaieff. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú héldu í gærmorgun til Stokkhólms þar sem þau munu taka þátt í hátíðarhöldum vegna brúðkaups Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westling. Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning buðu forsetahjónunum að sækja brúðkaupið.

Í gærkvöldi sátu forsetahjónin og aðrir gestir kvöldverð sænsku ríkisstjórnarinnar en í kjölfar hans er boðið til hátíðartónleika í Tónlistarhúsi Stokkhólmsborgar.

Vígsluathöfnin verður í dag í og eftir hana er boðið til hátíðarkvöldverður í sænsku konungshöllinni.

Daniel Westling ásamt Viktoríu krónprinsessu Svía við Tónlistarhúsið í Stokkhólmi …
Daniel Westling ásamt Viktoríu krónprinsessu Svía við Tónlistarhúsið í Stokkhólmi í gærkvöldi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka