Kyrrsetningin endanlega felld úr gildi

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna Skarphéðins Bergs Steinarssonar þar sem ekki væri að finna lögum um í tekjuskatt kyrrsetningarheimild vegna meintra brota á lögum um virðisaukaskatt.

Í dómi Hæstaréttar er bent á að bætt hafi verið við heimild í lög um tekjuskatt til „að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim er rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 109. gr. beinist að ... “. Samsvarandi heimild sé þá að finna í lögum um virðisaukaskatt, þ.e. að því er virðisaukaskatt varðar. „Til þess ákvæðis er ekki vísað í nefndu nýmæli um heimild til kyrrsetningar. Með hliðsjón af þeim lögskýringarsjónarmiðum sem vísað er til í hinum kærða úrskurði verður ekki fallist á með sóknaraðila að almenn tilvísun í 5. mgr. 49. gr. laga nr. 50/1988 til laga nr. 90/2003 dugi til að veita lagaheimild til kyrrsetningar vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 50/1988.“

Kyrrsettu fasteignir og bíl

Skattrannsóknarstjóri fór bréflega fram á það við tollstjóraembættið í apríl, að  það hlutaðist til um að eignir Skarphéðins Bergs að fjárhæð 90 milljónir króna yrðu kyrrsettar til tryggingar greiðslu væntanlegrar fésektar vegna rökstudds gruns um að hann hefði hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi samkvæmt lögum um virðisaukaskatt og almenn hegningarlög. Embættið hefur undanfarin misseri rannsakað skattskil Stoða.

Þetta tengist því þegar Skarphéðinn var stjórnarformaður Stoða, áður FL Group, frá því á árinu 2005 til júní 2007 og síðan sat hann áfram í stjórn félagsins til desember það ár.

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á kröfuna og voru eignarhlutir Skarphéðins í fasteignum í Reykjavík og Stykkishólmi og Range Rove bíll hans kyrrsett auk þriggja milljóna króna innistæðu á bankareikningi.

504 milljónir króna vangreiddar

Af hálfu tollstjóraembættisins kom fram að horft hefði verið til þess hluta skattrannsóknar á starfsemi Stoða, sem varði virðisaukaskattsskil vegna aðkeyptrar erlendrar þjónustu. Sem stjórnarmaður Stoða beri Skarphéðinn ábyrgð á skattskilum skattaðilans ásamt þáverandi forstjóra félagsins.  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar í máli Stoða nemi heildarfjárhæð vangreidds virðisaukaskatts  vegna uppgjörstímabila rekstraráranna 2006 og 2007 samtals 504 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert