„Já það tókst“

Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi Vinstri-grænna í kvöld
Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi Vinstri-grænna í kvöld mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna hóf almennar stjórnmálaumræður á flokksráðsfundi flokksins með ræðu sinni nú á tíunda tímanum.

Steingrímur kvað tíma sinn í ríkisstjórn hafa verið ævintýralegan en í senn krefjandi. Hann sagði störf sín hafa gengið betur en hann þorði að vona og sagði atvinnuleysi hafa minnkað og þjóðarbúskapinn standa betur en spáð var fyrir um.

„Leiðin liggur inn í framtíðin en við erum í miðjum slagnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að það væri erfitt fyrir ungan flokk sem hefði alla tíð verið í stjórnarandstöðu að setjast í ríkisstjórn. Hann taldi það eðlilegt að flokkurinn sæti gagnrýni enda þjóðfélagið óþolinmótt á erfiðum tímum.Steingrímur kvaðst þá eiga þá draumsýn að geta í framtíðinni hugsað til baka og sagt „Já það tókst og það vorum við sem gerðum það,“ og bætti svo við „Ég, fyrir einn mann, ætla ekki með það í gröfina á bakinu að þetta hafi mistekist. Allavega ekki svo að við sjálf höfum klúðrað þessu.“

Þorleifur Gunnarsson á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní …
Þorleifur Gunnarsson á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní 2010 mbl.is/Kristinn
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands, talaði á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( …
Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands, talaði á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní 2010 mbl.is/Kristinn
Atli Gíslason hvatti flokkráðsmenn til að styðja stofnun Vigdísar Finnbogadóttur …
Atli Gíslason hvatti flokkráðsmenn til að styðja stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með því að hringja í styrktarsíma mbl.is/Kristinn
Þorleifur Gunnarsson á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní …
Þorleifur Gunnarsson á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní 2010 mbl.is/Kristinn
Snærós Sindradóttir á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní …
Snærós Sindradóttir á flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní 2010 mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert