Gerir ráð fyrir því versta

Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum og Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir …
Gísli Halldór Magnússon í Ytri-Ásum og Elva Dögg Valsdóttir, tengdadóttir hans. Ragnar Axelsson

„Þetta bara vex og vex og ekkert séð fyrir endann á því. Þetta hefur því ekki náð neinu hámarki ennþá. Það vantar enn mjög mikið upp á að þetta hafi náð því mesta sem ég man eftir hérna,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu, um Skaftárhlaupið sem nú er í gangi.

Hann segir að þegar hlaupið hafi hafist hafi hann óttast mjög, og geri enn, að svo gæti farið að hlaupið nú verði ekki aðeins stórt heldur mjög stórt sögulega séð. „Þetta kom í svo mikið vatn sem var fyrir. Sá er munurinn að síðustu stóru hlaup hafa komið ofan í svo lítið vatn. En þetta hlaup kemur ofan í mjög mikið vatn og því er hætta á ferðum. Á meðan þetta er að vaxa gerir maður bara ráð fyrir því versta. Það er ekkert hægt annað,“ segir Gísli.

„Þetta er byrjað að fara hér upp úr farvegunum og farið að renna hérna suður í hraun og ég tel það víst að það sé alveg það sama hérna alveg inn úr, inn í afrétti. Þetta flæðir um allt og skemmir og skilur eftir sig sandfláka og jökuldrullu,“ segir Gísli aðspurður hversu mikið Skaftá hafi þegar flætt yfir bakka sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert