Mikil breyting frá í morgun

Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu, seint í …
Brúin yfir Eldvatn, við bæinn Ása í Skaftártungu, seint í gærkvöldi mbl.is/Jónas Erlendsson

Skaftá hefur hækkað mikið við bæinn Ytri-Ása frá því sem var í morgun, að sögn Stefnis Gíslasonar er þar býr. „Já það er mikil breyting frá því í morgun og áin er farin að lóna hérna á sandinum fyrir neðan, eins og hún gerir alltaf í hlaupum.“

Stefnir segist þó hafa séð ána fara hærra í fyrri hlaupum en hámarkinu sé auðvitað ekki náð enn á þessu svæði. „Það verður sennilega um sexleytið í fyrsta lagi en ég á ekki von á að áin fari mikið hærra en þetta.“

Hann segir að vatnið hafi ekki enn náð yfir varnargarð sem haldi lóninu vanalega í skefjum en það hafi stundum gerst í eldri hlaupum.

Hlaupið náði hámarki við Sveinstind í morgun, en hann stendur 70 kílómetra fyrir ofan byggð og því má búast við að hlaupið verði í hámarki í byggð um kvöldmatarleytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka