Frakkar fuku í húsbíl

Það var ekki bjart yfir Eyjafjöllunum í gær
Það var ekki bjart yfir Eyjafjöllunum í gær mbl.is/GSH

Franskir ferðamenn lentu í hremmingum við Sandfell í Öræfum þegar húsbíll sem þeir voru á fauk út af veginum og endaði á hvolfi. Frakkarnir, hjón með kornabarn, sluppu þó án meiðsla og fengu far í Skaftafell með vegfaranda sem átti leið hjá að sögn lögreglunnar á Eskifirði.

Húsbíllinn er mikið skemmdur og segir lögreglan að ekki verði reynt að fjarlægja hann fyrr en veðrinu slotar en mikið óveður hefur verið á svæðinu og vindurinn farið upp í 40 metra á sekúndu. 

Mjög hvasst er nú undir Eyjafjöllum og ösku- eða sandfok á Skógasandi og Sólheimasandi, þrátt fyrir rigningu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þar sem búast má við hvössum vindi víða á landinu er fólk beðið að huga vel að aðstæðum ef það ætlar að ferðast með húsbíla, létta vagna eða önnur farartæki sem þola illa vind.


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert