Rigning og rok í kortunum

Rok og rigning
Rok og rigning mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Það fer lítið fyrir sólinni í veðurkortum helgarinnar. Líkt og fram hefur komið er hvöss lægð yfir landinu nú og má búast við hvössum vindi víða á landinu í dag. Er fólk beðið að huga vel að aðstæðum ef það ætlar að ferðast með
húsbíla eða létta vagna, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi. verða skil lægðarinnar farin yfir landið og vindur því gengin niður að mestu um helgina. Enn verður þó sums staðar blástur af norðaustri, eða 5-10 m/s, Sérstaklega á það við um Vesturland og Vestfirði.

Gera má ráð fyrir rigningardembum um landið sunnan- og suðvestanvert, einkum þegar líður á daginn. Einnig austanlands, en víðast verður þurrt fyrir norðan og yfirleitt úrkomulaust vestan- og norðvestanlands og þar skýjað með köflum. Hitinn verður þetta 9-14 stig, engin sérstök sumarhlýindi á landinu, en heldur ekki hægt að segja að svalt verði.

Laugardagur 3. júlí:

Eindreginni NA-átt er spáð á laugardag. Þá mun rigna austan- og suðaustanlands og eins norðantil á Vestfjörðum, þar sem einnig er gert ráð fyrir vindkalsa, allt að 10 m/s. Nokkuð bjart verður sunnanlands og vestan, en eitthvað verður um síðdegisskúri ef að líkum lætur. Þar verður hitinn allt að 15 til 18 stig, en 7 til 11 í þeim landshlutum þar sem vindur stendur af hafi.

Sunnudagur 4. júlí:

Úrkomusvæðið austanlands færist norður yfir landið og á sunnudag er spáð N- og NV-átt, tiltölulega hægum vindi þó. Úrkoma verður þá um norðanvert landið og eins á Vestfjörðum. Austan- og suðaustanlandslands eru hins vegar ágætar líkur til þess að þar létti til og eins verður nokkuð bjart áfram sunnan- og suðvestantil. Hætt þó við síðdegisskúrum hér og þar. Einna hlýjast verður á Suður- og Suðausturlandi, allt að 17 til 19 stiga hiti, en mun svalara norðantil eða 7 til 9 stig.

Föstudagur 2. júlí
Föstudagur 2. júlí
Laugardagur 3. júlí
Laugardagur 3. júlí
Sunnudagur 4. júlí
Sunnudagur 4. júlí
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert