Um 500 strandveiðibátar á sjó

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar

Vakstöð Landhelgisgæslunnar þurfti að hafa auga með um þúsund skipum og bátum við Íslandsstrendur í dag. Þar af voru um 500 strandveiðibátar. Eftirlitið gekk samt vel að sögn vaktmanns hjá Landhelgisgæslunni.

Nýtt strandveiðitímabil byrjaði 1. júlí. Þá var veður fremur óhagstætt og víða kaldi eða bræla. Strandveiðibátar mega svo ekki veiða föstudag, laugardag og sunnudag svo dagurinn í dag var því fyrsti alvöru dagur tímabilsins. Sem fyrr segir  nýttu sjómenn á um 500 strandveiðibátum góða veðrið í dag til veiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert