Vilja flotbryggju í Landeyjahöfn

Landeyjahöfn er í byggingu. Á meðan er umferð um hana …
Landeyjahöfn er í byggingu. Á meðan er umferð um hana bönnuð, samkvæmt ákvörðun Siglingastofnunar.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að áfram verði unnið að því að koma upp flotbryggju í Landeyjahöfn, þótt leyfi Siglingastofnunar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram á vef Eyjafrétta í dag. Elliði segir brýna þörf fyrir neyðaraðkomu smábáta í Landeyjahöfn.

Hann nefnir að nú þegar hafi hundruð farþega farið um nýju höfnina og eins hafi verið farið um hana með sjúklinga. Elliði segir að Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn hafi boðist til að leggja til flotbryggju og landgang sem þeir eigi og greiða allan kostnaði við uppsetningu og frágang. Það eigi að gera til að draga úr slysahættu og auka öryggi sjófarenda.

„Siglingastofnun tók þessu afar vel og taldi eðlilegt að við myndum tafarlaust hefja undirbúning og verkleg framkvæmd gæti hafist í júlí þegar ferjan verður byrjuð að sigla úr Landeyjahöfn og framkvæmdum þar að lútandi lokið. Sveinn Rúnar Valgeirsson framkvæmdastjóri Vestmannaeyjahafnar hefur síðan leitt þennan undirbúning af okkar hálfu,“ segir Elliði í samtalinu við Eyjafréttir. 

Einnig kemur fram að sveitarstjóri Rangárþings telji ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert