Taki frá fjárhæð svo lántakar fái endurgreitt

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fjármálafyrirtæki leggi næga fjárhæð inn …
Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fjármálafyrirtæki leggi næga fjárhæð inn á bundna reikninga í Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ernir

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fjármálafyrirtæki sem séu með lánasamninga með ólöglegri gengistryggingu, leggi nú þegar inn á bundna reikninga í Seðlabanka Íslands næga fjárhæð til að tryggja að lántakar fái endurgreitt það sem þeim beri.

Í tilkynningu frá samtökunum segir einnig að  upphæðin eigi að duga
fyrir eðlilegum skaðabótum sem núverandi og fyrrverandi lántakar geti átt rétt á.

„Samtökin treysta ekki að öll þau fjármálafyrirtæki, sem hér um ræðir, verði uppistandandi þegar búið verður að leysa úr öllum ágreiningsmálum vegna hinna ólögmætu gengistryggingar,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Vefsíða Hagsmunasamtaka heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert