Gagnrýna frjálsar rækjuveiðar

Rækju landað á Húsavík.
Rækju landað á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Útgerðarmenn eru afar ósáttir við þá ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar og telja að með þessu sé ráðherrann enn að setja í uppnám tilraunir til að ná sátt um fiskveiðikerfið.

Markmið hans sé að grafa smátt og smátt undan kvótakerfinu með því að setja ákveðnar tegundir í sóknarstýringu. Fyrst hafi hann fleygt skötusel í andlitið á þeim, nú úthafsrækju.

Ráðherra segir nauðsynlegt að nýta betur rækjustofnana og bendir á að frá 2000 hafi úthafsrækjukvótinn, sem er 7.000 tonn á þessu fiskveiðiári, aldrei verið fullnýttur og eitt árið hafi veiðin aðeins verið um 900 tonn, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert