Öruggt að dómi verði áfrýjað

Dómur í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns fellur í …
Dómur í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns fellur í dag. mbl.is/Ómar

Dómur í máli Lýsingar gegn skuldara gengistryggðs bílaláns fellur í Héraðsdómi Reykjavíkur kl.11.30 í dag. Óvíst er um fordæmisgildi dómsins, en öruggt er talið að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar hver sem niðurstaðan verður.

Falli dómur skuldaranum í hag, þ.e. að samningsvextir gildi, er talið að ríkisstjórnin muni huga að því að setja lög í anda tilmæla FME og Seðlabanka sem kveða á um að lánin skuli bera lægstu vexti Seðlabankans. Það verði jafnvel gert áður en dómur falli í Hæstarétti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ríkisstjórnin hefur ekkert viljað staðfesta um að löggjöf sé á næsta leiti en gengislánin voru rædd á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og eru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert