Þekkti Friðrik ekki neitt

Ómar og Friðrik við afhendingu ávísunarinnar í dag.
Ómar og Friðrik við afhendingu ávísunarinnar í dag. mbl.is/Jakob Fannar

Ómar Ragnarsson kveðst hrærður eftir að hafa fengið afmælisgjöf upp á tæpar þrettán milljónir króna fyrr í dag. Hann segir að upphæðin sé ómetanleg fyrir framtíð kvikmyndaverkefna sinna um náttúru Íslands. Ómar er með mörg járn í eldinum sem þurftu nauðsynlega á fjármagni að halda.

Ómari var brugðið þegar hann frétti af söfnuninni.

„Ég kom af fjöllum þegar ég heyrði af þessu. Svo fór ég á fjöll og er búinn að vera á fjöllum síðan,“ segir fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn. Eins og flestir vita hefur Ómar óbilandi áhuga á íslenskri náttúru. Það var meðal annars ástæða þess að Friðrik Weisshappel ákvað að hrinda af stað söfnun fyrir hinn skuldum vafða Ómar.

- En hvernig þekkjast Ómar og Friðrik?

„Nákvæmlega ekki neitt. Ég var mjög spenntur að vita hvernig þessi maður leit út. Þegar ég kom í Laugardalinn velti ég því fyrir mér hver þessi Friðrik gæti verið. Svo gekk ég að honum og veðjaði á rétt. Orðin sem komu út á því augnabliki voru: Doctor Livingstone, I presume?“ segir Ómar og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert