Pósturinn sem innihélt ORÐIÐ

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, auglýsir á bloggvef sínum í dag eftir ályktun Femínistafélagsins þar sem farið verði fram á afsögn aðstoðarmanns menntamálaráðherra og afsökunarbeiðni ráðherra vegna orðanotkunar aðstoðarmanns hans í tölvupósti sem fjölmiðlar birtu í gærkvöldi.

„Nú er tæpur sólarhringur liðinn síðan póstur aðstoðarmanns varaformanns VG, sem innihélt ORÐIÐ, birtist sjónum almennings. Ég bíð enn eftir ályktun femínistafélagsins þar sem farið verður fram á afsögn aðstoðarmannsins og afsökunarbeiðni varaformannsins. Og hvar er Sóley?" segir Eygló á bloggvefnum.

Vísar hún til tölvupósts, sem Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, sendi til ónafngreinds viðtakanda þar sem yfirskriftin var „Tussufínt".

Á bloggvefnum svarar Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG með eftirfarandi hætti:

Sóley hefur það ágætt þakka þér fyrir. Ef þér finnst ályktun vera aðkallandi vegna málsins, þá er þér frjálst að skrifa hana og senda út í eigin nafni.

Finnst satt að segja aumt þegar fólk sem gefur sig út fyrir að vera femínista á tyllidögum gerir lítið úr samherjum sínum með þessum hætti.

Kveðja,

s.

 Bloggvefur Eyglóar Harðardóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert