Enn ekið á sauðfé á Vestfjörðum

.
. mbl.is/Árni Torfason

Ekið var á fimm lömb og eina kind á Vestfjörðum í síðustu viku. Segir lögreglan, að ökumenn virðist ekki vara sig á lausagöngu búfjár við þjóðvegina. Í öllum þessum tilfellum drápust skepnurnar.

Lögreglan segir, að allmikil umferð hafi verið á þjóðvegum og talsvert um óhöpp. Þá voru sumir ökumenn að flýta sér og voru 12 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, mældist á 130 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. 

10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Í einu þeirra var um slys á fólki að ræða þegar bíll valt á Steingrímsfjarðarheiði og voru ökumaður og farþegar fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.  Talsvert eignartjón var í þessum óhöppum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka