„Allt hið sérkennilegasta mál“

Þórólfur Árnason.
Þórólfur Árnason. mbl.is

„Þetta virðist vera allt hið sérkennilegasta mál,“ segir Þórólfur Árnason um ráðningu Jón Ásbergssonar í stöðu framkvæmdastjóra Íslandsstofu, en greint var frá henni í gær.

Þórólfur, sem er fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, fyrrverandi forstjóri Tals, Icelandic Group og Skýrr og núverandi formaður félags Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, var einn umsækjenda um starfið.

Umsóknarfrestur rann út hinn 11. júlí síðastliðinn. Jón Ásbergsson, annar umsækjandi, skrifaði hins vegar grein í Morgunblaðið hinn 10. júlí sem bar heitið „Íslandsstofa – kall tímans“ undir titlinum „starfandi framkvæmdastjóri Íslandsstofu“.

„Það runnu tvær grímur á nokkra umsækjendur þegar þetta gerðist og ég veit um einn sem hætti við. Ég taldi mig uppfylla öll skilyrði auglýsingarinnar og rúmlega það en ég heyrði síðan ekki neitt meira og var ekki kallaður í viðtal. Þá sá ég bara hvers konar leikrit þetta var,“ segir Þórólfur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert