Útbreiðsla makríls hefur aukist

Bráðabirgðaniðurstöður leiðangurs Hafrannsóknastofnunar sýna, að útbreiðsla makríls við landið hefur aukist miðað við niðurstöður samskonar leiðangurs, sem farinn var í fyrra og magnið sé mun meira. 

Segir stofnunin, að  aðeins fyrir Norðausturlandi hafi orðið vart við minni makríl en 2009 og tengist það vafalítið lægri hita í yfirborðslögum þar nú.

Leiðangurinn hófst 20. júlí og var þáttur í alþjóðlegum umhverfisrannsóknum í Norðaustur-Atlantshafi. Beindust rannsóknirnar  einkum að dreifingu makríls, síldar og kolmunna í íslenskri lögsögu, sjávarhita og fæðuvali þessara tegunda. 

Makríll fannst víðast hvar í lögsögunni í talsverðum mæli nema fyrir vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum. Íslensk sumargotssíld fannst all víða við Suðvesturland og norsk-íslenska síldin var einkum í svalari sjó fyrir Austur- og Norðausturlandi. Mjög lítið varð vart við kolmunna í leiðangrinum.  í mun meira magni þegar á heildina er litið. Aðeins fyrir Norðausturlandi varð vart við minni makríl en 2009 og tengist það vafalítið lægri hita í yfirborðslögum þar nú, að sögn Hafrannsóknastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert