Svisslendingur væntanlega að landa Flekkudalsá

Flekkudalsá í Dalasýslu
Flekkudalsá í Dalasýslu mbl.is/Einar Falur

Flekkudalsá í Dalasýslu var nýlega auglýst í útboði og flest bendir til að Svisslendingurinn Doppler hreppi ána. Hann hefur verið með ár á leigu hérlendis um árabil og hefur nýlega horfið af Melrakkasléttu með Ormarsá og Deildará. Hann er þó eftir sem áður leigutaki Hauku.

Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði.

Samkvæmt heimildum vefjarins þá var Doppler með hæsta tilboðið og frávikstilboð sem var mun hærra og gerði ráð fyrir að heimilt yrði að veiða með maðk í ánni.  Það vildu bændur ekki, en hafa verið í viðræðum við Doppler um það tilboð hans er gerði ráð fyrir aðeins fluguveiði.

Sjá nánar á Vötn og veiði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert