Vatn komið á í Úthlíð

mbl.is/Kristinn

Vinnu við að tengja dælubúnað við Bláskógaveitu er lokið og er því vatn komið aftur á í sumarhúsabyggð í Úthlíð.  Gera má ráð fyrir að rekstrartruflanir geti orðið fyrst um sinn á meðan kerfið er að komast í jafnvægi.

Sumarhúsaeigendur eru hvattir til að líta eftir húsum sínum, því ef kranar hafa verið skildir eftir opnir getur orðið vatnstjón, að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Vatn hefur verið af skornum skammti í Úthlíð í sumar og samkvæmt upplýsingum frá OR eru tvíþættar þar á. Skýringin er annars vegar sú að síðasti vetur var afar snjóléttur og því á litlum forða að byggja fyrir kaldavatnslindina í Bjarnarfelli sem er forðabúr vatnsveitunnar.

Hins vegar hefur úrkoma á svæðinu verið með minnsta móti í vor og sumar. Af þessum sökum er vatnsstaða í lindinni lág og hafa sumarhúsaeigendur liðið fyrir vatnsskort þegar kom fram á sumar, einkum í efri byggðum svæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert