Sala á eldsneyti, áfengi og tóbaki minnkar

Tekjur ríkisins af vörugjöldum á eldsneyti, áfengi og tóbaki jukust á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári, þó eingöngu vegna þess að vörugjöldin voru hækkuð um áramótin en þessir skattstofnar drógust hins vegar allir saman. 

Þannig dróst sala á bensíni saman um 5,9% og um 4,1% olíu á fyrr helmingi ársins en skatttekjur af bensíni jukust hins vegar um 1% og um 2,5% af olíu.

Fram kemur í yfirliti fjármálaráðuneytisins um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri hluta ársins, að tekjur af áfengisgjaldi jukust um 11,6% frá fyrra ári og tekjur af tóbaksgjaldi um 9,6%. Aftur á móti drógust skattstofnarnir saman um 9,4% í áfengislítrum talið og sígarettusala um 15,9%.

Ráðuneytið segir, að þessir skattstofnar dragist því enn verulega saman en skili ríkissjóði þó meiri tekjum en á sama tíma í fyrra vegna hækkunar gjaldanna á árunum 2008-2010. Tekjur af áfengisgjaldi séu þó 1,4% minni en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun fjárlaga fyrir fyrstu sex mánuði ársins og af tóbaksgjaldi 6,7% minni.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert