Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur

Frá vettvangi í Hafnarfirði
Frá vettvangi í Hafnarfirði mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni fyrr í mánuðinum. Að sögn lögmanns mannsins, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, verður dómur Hæstaréttur ekki birtur á netinu að beiðni lögreglunnar.

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ný gögn í málinu hefðu gert það að verkum að rökstuddur grunur væri talinn vera fyrir hendi um að hann ætti aðild að andláti Hannesar. 

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að ein af ástæðum þess að hann er í haldi er sú að blóð fannst á skóm hans. Jafnframt passaði blóðugt skófar sem fannst á heimili Hannesar við skófar eftir skó mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert