Stefnan skiptir máli - ekki einstaklingar

Álfheiður Ingadóttir tók við ráðherraembætti fyrir tæpu ári.
Álfheiður Ingadóttir tók við ráðherraembætti fyrir tæpu ári. mbl.is/Ómar

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Morgunþætti Rásar 2 að hún gæti ekkert sagt til um það hvort breytingar yrðu á hennar högum en rætt hefur verið um að hún fari úr ríkisstjórninni vegna sameiningar félags- og heilbrigðisráðuneyta í nýtt velferðarráðuneyti.

Álfheiður sagði, að stefnan skipti máli en ekki einstaklingar og það skipti höfuðmáli að hafa sterka og samhenta ríkisstjórn. Hún sagði að ljúka þyrfti gerð fjárlaga svo Íslendingar kæmust fyrir vind í efnahagsmálum. 

Álfheiður sagðist ekki vita hvenær teknar yrðu ákvarðanir um breytingar á ríkisstjórninni. Sagði hún að gert væri ráð fyrir þingflokksfundum stjórnarflokkanna í dag, og á fundi Vinstri grænna myndi formaður flokksins væntanlega leggja fram tillögu um slíkt ef breytingar væru í pípunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka