Uppstokkun tengist ekki Evrópumálum

Ögmundur Jónasson segir að hægt verði að ná fram sáttum bæði í Evrópumálum sem og Icesave málum innan ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er hætti hann sem ráðherra fyrir 11 mánuðum vegna ósættis með Icesave-málsins. Nú segir hann þau í farvegi og sendir samninganefndinni hlýja strauma.

Hann telur heldur ekki að Evrópumálin muni þvælast fyrir nýuppstokkaðri ríkisstjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert