Um 70 manns í sendinefnd forsetans í Sjanghæ

Úr íslenska skálanum í Sjanghæ.
Úr íslenska skálanum í Sjanghæ. mbl.is/RAX

Haldin verður ráðstefna í íslenska skálanum á heimssýningunni í Sjanghæ í dag um lausnir á sviði orkumála og hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og yfirmenn orkumála í Kína flytja ávörp auk fulltrúa íslenskra orku- og verkfræðifyrirtækja. Sérstakur Íslandsdagur er á sýningunni á laugardag, einn þjóðardagur er helgaður hverju þátttökulandi og munu listamenn héðan koma fram.

Um 70 fulltrúar íslenskra fyrirtækja og stofnana verða í sendinefnd forseta. Gert er ráð fyrir að þátttaka Íslendinga í Expo 2010 kosti ríkið rösklega 200 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert