Snjór fallinn á gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli

Snjór féll á Eyjafjallajökul í nótt.
Snjór féll á Eyjafjallajökul í nótt. mynd/Jón Örn

Fyrsti snjórinn féll á gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli í nótt. Jökullinn er því orðinn eins og hann á að sér að vera, hvítur og bjartur í stað þess að vera svartur og drungalegur eins og hann hefur verið í allt sumar.

Þótt undanfarið hafi verið rok hefur verið hlýtt þar til í gær, þá kom kuldinn svo haustið er formlega byrjað enda má strax sjá að gæsinni er farið að fjölga á svæðinu, segir bóndinn á Nýjabæ í Rangárþingi eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert