Fallið frá tillögu um Drottningarbrautarreit

Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti í dag, að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir svonefndan Drottningarbrautarreit. Nefndin samþykkti jafnframt að láta vinna heilstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti – Hafnarstræti – Drottningarbraut - Austurbrú.

kipulagsnefnd samþykkti í maí  að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit í miðbæ Akureyrar. Auglýsingafrestur rann út þann 18. ágúst sl. og báurst 30 athugasemdir við tillöguna að meðtöldum tveimur undirskriftalistum með 1868 undirskriftum þar sem skipulaginu var mótmælt. Óánægjan beindist einkum að fyrirætlunum um skyndibitastað og bensínstöð við Hafnarstræti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert