Laun kvenna hækka minna en karla

Karlar í stétt viðskipta- og hagfræðinga eru með 18% hærri …
Karlar í stétt viðskipta- og hagfræðinga eru með 18% hærri laun heldur en konur í sömu stétt mbl.is/Golli

Miðgildi launa viðskipta- og hagfræðinga á mánuði er 600 þúsund krónur sem er tæplega 3% hækkun frá sama tíma í fyrra. Hækkun launa nú er talsvert minni en í síðustu mælingu þar sem laun höfðu hækkað um 8% á milli ára. 

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) birtir nú niðurstöður úr kjarakönnun félagsins fyrir árið 2010 en félagið hefur gert kjarakannanir reglulega frá árinu 1979. Upphaflega var könnunin ávallt gerð á tveggja ára fresti en frá árinu 2007 hefur hún verið gerð árlega.Í ár byggja niðurstöðurnar á svörum 837 viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir starfsaldri svarenda kemur í ljós að laun þeirra sem eru með minnstan starfsaldur hækka hlutfallslega meira en þeirra sem hafa starfað lengur sem viðskiptafræðingar eða hagfræðingar.

Miðgildi launa kvenna 550 þúsund en karla 650 þúsund

Athygli vekur að laun kvenna hækka í ár hlutfallslega minna en laun karla. Mánaðarlaun kvenna hækka um 1% og er miðgildi þeirra nú 550 þúsund kr. en laun karla hækka um 2% og eru nú 650 þúsund kr. á mánuði. Þegar ekki er tekið tillit til annarra þátta mælast því karlar með 18% hærri laun en konur.

Þegar launamunur kynjanna er svo leiðréttur með tilliti til fleiri þátta eins og menntunar, starfs, atvinnugreinar, aldurs, vinnuframlags, mannaforráða og starfsaldurs kemur í ljós að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka. Nú mælist leiðréttur launamunur 3,2% en var 3,5% árið 2009.

Sjá nánar á vef FVH

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert