Óskað eftir tillögum um niðurskurð

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Þorvaldur

Farið var fram á tillögur um hvernig bregðast skuli við 450 milljóna króna niðurskurði í útgjöldum Reykjanesbæjar á fundi Árna Sigfússonar bæjarstjóra með framkvæmdastjórum og trúnaðarmönnum starfsmanna bæjarins í gær.

Að sögn Stefáns E. Bjarkasonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs bæjarins, kom fram á fundinum að stærstur hluti niðurskurðarins fælist í að stöðva framkvæmdir og draga úr viðhaldi.

Reynt yrði í lengstu lög að skerða ekki laun eða starfshlutfall starfsmanna og hlífa skólum og leikskólum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert