Skeljungur hækkar eldsneytisverð

Skeljungur hefur hækkað verð á eldsneyti um eina krónu á lítra. Á höfuðborgarsvæðinu munar nú 5,40 krónum á dísilolíulítranum þar sem hann er ódýrastur og þar sem hann er dýrastur. Ódýrast er að kaupa eldsneyti hjá Orkunni en dýrast hjá Skeljungi. Þess má geta að Orkan er í eigu Skeljungs.

Hjá Orkunni kostar lítrinn af bensíni 192,30 krónur en 192,40 krónur hjá Atlantsolíu. Dýrastur er dropinn hjá Skeljungi, 194,90 krónur. Dísilolíulítrinn kostar 190,30 krónur hjá Orkunni en 190,40 krónur hjá Atlantsolíu. Hjá Skeljungi kostar lítrinn 195,70 krónur.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert